30 lines
2.2 KiB
Plaintext
30 lines
2.2 KiB
Plaintext
Mastodon er stærsta ómiðstýrða samfélagsnetið á internetinu. Í staðinn fyrir að vera á inu vefsvæði, er þetta net með milljónum notenda í
|
|
sjálfstæðum samfélögum, sem geta óhindrað átt í samskiptum við hvern annan. Sama hvað þú ert að pæla, alltaf geturðu hitt áhugasamt fólk í gegnum
|
|
færslur á Mastodon!
|
|
|
|
Taktu þátt í samfélagi og útbúðu notandasnið fyrir þig. Find and follow fascinating folks and read their posts in an ad-free, chronological timeline. Tjáðu þig með sérsniðnum emoji-táknum, myndum, GIF-hreyfimyndum, myndskeiðum
|
|
og hljóðskrám í 500-stafa færslum. Svaraðu spjallþráðum og endurbirtu færslur frá hverjum sem er til að deila
|
|
frábæru efni. Finndu nýja notendur til að fylgjast með og skoðaðu vinsæl myllumerki til að
|
|
útvíkka netið þitt.
|
|
|
|
Mastodon er byggt með áherslu á gagnaleynd og öryggi. Ákveddu hvort færslunum þínum sé deilt með þeim sem fylgjast með þér, aðeins
|
|
fólkinu sem þú minnist á, eða allri veröldinni. Viðvaranir vegna efnis gera þér kleift að fela færslur sem innihalda
|
|
viðkvæmt eða eldfimt efni þangað til þú ert í stuði til að eiga við slíkt. Hvert samfélag er með sínar eigin reglur og umsjónarmenn til að passa upp á
|
|
öryggi meðlimanna, auk áreiðanlegra verkfæra til að útiloka aðila og
|
|
meðhöndla kærur, sem hjálpar til við að koma í veg fyrir misnotkun.
|
|
|
|
Fleiri eiginleikar:
|
|
|
|
• Dökkur hamur: Lestu færslur í ljósum, dökkum eða sönnum kolsvörtum ham
|
|
• Kannanir: Spyrðu fylgjendur um skoðanir þeirra og teldu atkvæðin
|
|
• Uppgötva: Vinsæl myllumerki og notendaaðgangar eru við hendina
|
|
• Tilkynningar: Fáðu tilkynningar um nýja fylgjendur, svör og endurbirtingar
|
|
• Deiling: Birtu beint á Mastodon frá hvaða deilingarblaði sem er í hvaða
|
|
forriti sem er
|
|
• Krúttlegheit: Gæludýrið okkar er vinalegur loðfíll sem þú gætir rekist á
|
|
öðru hverju
|
|
|
|
Mastodon er skráð óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun og er þróun þess
|
|
drifin áfram með styrkjum frá þér. Það eru engar auglýsingar, engin gjaldtaka og engir áhættufjárfestar - við
|
|
höfum hugsað okkur að halda því þannig.
|